Innlent

Virðisaukaskattur á geisladiska lækkaður í sjö prósent

MYND/Pjetur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag, að tillögu Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, að leggja til við alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7 prósent. Mun lækkunin taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar boðaðar breytingar taka gildi á virðisaukaskattslögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Með þessu er komið til móts við óskir tónlistarmanna og hljómplötuframleiðenda en þeir höfðu gagnrýnt að í tillögum ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir lækkun á virðisaukaskatti á bókum og tímaritum en ekki hljómdiskum. Með því væri samkeppnisstaða milli listgreinanna skekkt. Frumvarp um málið verður lagt fram á alþingi á næstu dögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×